Fréttir
  • Capture12

Bolungarvíkurgöngum lokað 3. október milli kl. 21:00 og 23:00

Vegagerðin vekur athygli á að þriðjudagskvöldið 3. október milli kl. 21:00 og 23:00 verður Bolungarvíkurgöngum lokað vegna æfingar Slökkviliðs.

Engin umferð verður leyfð í göngunum á þessum tíma en viðbragðsaðilar verða beggja vegna ganga og neyðartilfelli verða tryggð.

Að æfingunni standa Slökkvilið Ísafjarðar og Bolungarvíkur og Lögregla með aðstoð frá slökkviliði Akureyrar. Notaður verður búnaður sem Vegagerðin hefur fjárfest í sem ætlaður er til æfinga fyrir slökkvilið í jarðgöngum. Búnaðurinn hefur áður verið notaður til æfinga í Vaðlaheiðargöngum, Norðfjarðargöngum og Strákagöngum.