Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir starf aðalbókara
Umsóknarfrestur er til og með 19. juní 2016.
Starfssvið:
- Bókun og lyklun fylgiskjala
- Afstemming fjárhagsbókhalds
- Uppgjör virðisaukaskatts
- Gerð reikninga
- Eftirfylgni með samþykkt reikninga
- Vinna með fjármálastjóra og endurskoðendum við áætlunargerð og uppgjör
- Almenn afgreiðsla
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur og menntun:
- Reynsla og góð þekking á færslu bókhalds er skilyrði
- Góð tölvukunnátta er skilyrði
- Nákvæmni og skipuleg vinnubrögð eru skilyrði
- Viðskiptamenntun eða sambærileg menntun á svið bókhalds er æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar
Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Bæjarskrifstofan í Bolungarvík býður upp á gott starfsumhverfi og þar ríkir góður starfsandi. Bolungarvíkurkaupstaður hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið í samræmi við jafnréttisáætun Bolungarvíkurkaupstaðar.
Upplýsingar um starfið veita skrifstofu- og fjármálastjóri, Halla Signý Kristjánsdóttir (hallasigny@bolungarvik.is) og/eða bæjarstjóri Elías Jónatansson(elias@bolungarvik.is).
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu Bolungarvíkur í umslagi merktu „Umsókn um starf aðalbókara“ eða í tölvupósti á netfangið hallasigny@bolungarvik.is.