Bolungarvíkurkaupstaður opnar þjónustugátt
Bolungarvíkurkaupstaður hefur nú opnað þjónustugátt í flipa efst á heimasíðu kaupstaðarins https://bolungarvik.thonustugatt.is .
Þjónustugáttin gerir umsækjendum kleift að senda inn rafrænar umsóknir og fylgjast með afgreiðslu sinna mála þar inni.
Frá og með 1. júlí 2023 verða umsóknir eingöngu í gegnum þjónustugáttina. Í gáttinni eru öll samskipti sveitarfélagsins og umsækjanda meðal annars vegna byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingastjóra, iðnmeistara og fyrirspurna til tæknideildar og byggingarfulltrúa. Umsóknir um skólavist fyrir grunn- og leikskóla, félagþjónustu og dagforeldra fara einnig fram í þjónustugáttinni.
Við viljum hvetja íbúa og aðra til að skoða þessa nýju viðbót við þjónustu Bolungarvíkurkaupsstaðar sem auðveldar allt umsóknarferli til muna.