Bolungarvíkurkaupstaður útvegar íbúum öryggisgleraugu
Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu yfir Íslandi og Vestfirðir verða í sérstaklega góðri stöðu til að njóta myrkvans.
Kaupstaðurinn tók þátt í sameiginlegri pöntun á sólmyrkvagleraugum, sem verður dreift til íbúa þegar nær dregur. Gleraugun uppfylla alla öryggisstaðla, en gríðarlega mikilvægt er að nota réttan öryggisbúnað þegar horft er á sólmyrkva, til að koma í veg fyrir augnskaða, sem í verstu tilfellum getur verið varanlegur.
Verkefnið á rætur að rekja til hugmyndar stjörnuáhugamannsins Diego Ragnars Angemi frá Ísafirði, sem hvatti til samvinnunnar og á hrós skilið fyrir frumkvæði sitt.

