Bolvíkingafélagið gefur bekk
Ný stjórn var kjörin í vor Bolvíkingafélagið og í stjórninni sitja:
- Kristján B. Ólafsson, formaður, sími 892-9200
- Ósk Gunnarsdóttir
- Oddný Jóhannsdóttir
- Sæbjörn Guðfinnsson, ritari
- Ingólfur Hauksson, gjaldkeri
Á stjórnarfundi félagsins í maí sl. var ákveðið að kaupa bekk og gefa til Bolungarvíkur.
Félagið mun svo láta grafa á plötu sem fest verður á bekkinn.
Á Markaðsdögunum í byrjun júlí komu þau og tækifærið því nýtt til þess að afhenda gjafabréf varðandi bekkinn.
Jón Páll, bæjarstjóri Bolungarvíkur, og Kristján B. Ólafsson, formaður Bolvíkingafélagins.