Börn í sóttkví ekki út
Þá er átt við að börn í sóttkví séu ekki ein úti, þau geta farið í göngutúra með fullorðnum úr sömu sóttkví en mega ekki fara í búð eða sjoppu.
Að kröfu sóttvarnalæknis þurfa nemendur og starfsmenn Grunnskóla Bolungarvíkur að fara í sóttkví frá og með 31. mars til og með 14. apríl þar sem þeir eru útsettir fyrir smiti vegna COVID-19 veirunnar.
Foreldrar og forráðamenn barna og starfsmenn eiga að virða þessi tilmæli sóttvarnarlæknis.