• Fjóla Bjarnadóttir, Sóley Sævarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Sigrún Waltersdóttir formaður kvenfélagsins og Hildur Elísabet Pétursdóttir

22. mars 2017

Brautin gefur lyfjadælu

Kvenfélagið Brautin afhenti á dögunum Hjúkrunarheimilinu Bergi lyfjadælu að gjöf. 

Lyfjadælan er stafræn og eykur öryggi og þægindi í lyfjagjöfum fyrir sjúklinga.

Þetta er kærkomin gjöf sem hjálpar mikið við umönnun sjúklinga og þess má geta að kvenfélagið hefur í gegnum árin stutt ötullega við bakið á hjúkrunarheimilinu Bergi, áður skýlinu, meðal annars hefur félagið gefið okkur loftdýnu sem eykur til muna þægindi hjá langlegusjúklingum, sögðu þær Fjóla og Hildur Elísabet við þetta tilefni.

Kvenfélaginu Brautinni eru færðar góðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

Á meðfylgjandi mynd eru Fjóla Bjarnadóttir, Sóley Sævarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Sigrún Waltersdóttir formaður kvenfélagsins og Hildur Elísabet Pétursdóttir.