Fréttir
  • Kvenfélagið Brautin gefur til bókasafnsins: Steinunn, Elísabet, Sigrún og Björgvin

Brautin gefur til bókasafnsins

Bókasafnið hefur keypt hátt í sextíu bækur sem þegar eru komnar í útlán.

Það voru kvenfélagskonurnar Steinunn Guðmundsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir og Sigrún Waltersdóttir sem færðu Björgvin Bjarnasyni gjöf kvenfélagsins. 

Börnin hafa tekið þessum nýju bókum fagnandi og ég þakka kvenfélaginu kærlega fyrir þessa góðu gjöf, sagði Björgvin, forstöðumaður bókasafnsins, við formlega afhendingu kvenfélagskvenna. 
Útlánum hefur almennt fækkað hjá flestum bókasöfnum á síðustu árum nema í Bolungarvík þar sem þau hafa aukist, en það er fyrst og fremst nemendum grunnskólans að þakka, því þau hafa tvöfaldað bóklestur sinn frá árinu 2013, sagði Björgvin jafnframt.  

Bókasafnið er opið á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 16:00 til 18:00. 

Auk þessa er opið alla laugardaga í febrúar frá kl. 11:00 til kl. 14:00 og lesið verður úr nýjum barnabókum kl. 11:30.

Á laugardögum í febrúar er einnig boðið upp á skákæfingar fyrir börn og unglinga frá kl. 13:00 til 14:00. Skákmenn koma í heimsókn og kenna og tefla fjöltefli. 

Öll afnot af safninu eru án endurgjalds fyrir íbúa Bolungarvíkur.