• Þrettándaskemmtun í Bolungarvík árið 2017. Mynd: Haukur Sigurðsson.

15. desember 2020

Brennur ekki leyfðar

Brennur verða að óbreyttu ekki leyfðar um áramót eða á þrettándanum. 

Samkvæmt reglugerð nr. 1223/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem að óbreyttu gildir til 12. janúar 2021 segir í 3. mgr. 5. greinar:

Ekki er heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum, svo sem tónleikum, dansleikjum, brennum eða öðrum viðburðum sem ætla má að dragi að sér hóp fólks eftir kl. 21.00.

Flugeldasýning verður þó að venju ef fram fer sem horfir, íbúum Bolungarvíkur til skemmtunar, þegar þetta sérstæða ár hverfur í mistrið mikla.