• Ráðhússalur

25. september 2018

Brotist inn í Ráðhúsið

Gegnumbrot var gert inn í ráðhússalinn í Ráðhúsi Bolungarvíkur í gær en þar voru sannkallaðir fagmenn að verki. 

Img_7838Unnið er að endurbótum á salnum og er nú er verið að stækka gluggana og auka með því víðsýnið úr salnum.

Áætlað er að ljúka endubótum á salnum snemma á nýju ári. 

Bæjarstjórn Bolungarvíkur fundar í Félagsheimili Bolungarvíkur meðan á endubótunum stendur.