Brunavarnarátak slökkviliðsins
Skipta þarf um rafhlöður í reykskynjurunum og skipta um reykskynjara sjálfa ef þeir eru orðnir 10 ára eða eldri.
Ef það vantar aðstoð við að skipta um rafhlöður í reykskynjurum, setja upp nýja eða fá ráðgjöf varðandi brunavarnir heimilisins þá endilega hafið samband í síma 8987218 eða 6610252 og slökkviliðið aðstoðar eftir föngum.
Slökkviliðið sofnar aldrei á verðinum og vill tryggja öryggi fólks eins vel og unnt er.