• Ratsjárstöðin á Bolafjalli

12. júní 2020

Deiliskipulag á Bolafjalli

Auglýsing um nýtt deiliskipulag á Bolafjalli Bolungarvík.

Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum 9. júní 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir „Bolafjall áfangastaður“ samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan er í samræmi við breytt aðalskipulag fyrir Bolungarvík 2008 – 2020 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur 9. júní 2020. Deiliskipulagstillagan nær yfir 38 ha svæði samkvæmt skipulagsuppdrætti. Í Aðalskipulagi Bolungavíkur er svæðið að stærstum hluta skilgreint sem óbyggt svæði og hluti þess undir vatnsvernd, fjarsvæði. Einnig eru um 11,5 ha svæði skilgreint með blandaða landnotkun (B2), þjónustustofnanir og verslunar- og þjónustusvæði þar sem gefið er svigrúm til uppbyggingar, s.s. afþreyingar, veitinga- og safnareksturs og gistingar. Innan þessa 11,5 ha svæðis er einnig lóð ratsjár- og fjarskiptastöðvar Atlandshafsbandalagsins sem rekin er af Landhelgisgæslu Íslands og skilgreind er sem öryggissvæði. Aðkoma að deiliskipulagssvæðinu er eftir núverandi vegi frá Skálavíkurvegi (630) við Hærrikross og liggur að núverandi bílastæði og að ratsjár- og fjarskiptastöðinni. Markmið deiliskipulagsins er að uppfylla skilyrði um uppbyggingu ferðamannastaðar á Bolafjalli.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar, Aðalstræti 10-12 Bolungarvík og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar www.bolungarvik.is frá og með 15. júní 2020 til og með 27. júlí 2020.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 27. júlí 2020.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar, Aðalstræti 10-12, 415 Bolungarvík eða á netfangið byggingarfulltrui@bolungarvik.is

Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir.

Skipulags og byggingarfulltrúi
Gísli Gunnlaugsson