• Urðunarstaður á Hóli

31. júlí 2017

Deiliskipulagstillaga fyrir urðunarstað að Hóli

Á fundi umhverfismálaráðs, þann 18. júlí sl., var samþykkt að vísa tillögu að deiliskipulagi fyrir urðunarstaðinn að Hóli til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð, sem nú starfar í umboði bæjarstjórnar, mun taka tillöguna til afgreiðslu á næsta fundi sínum sem áætlaður er þriðjudaginn 8. ágúst n.k. 

Í samræmi við 4. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123 frá 2010 eru drög að skipulagstillögunni ásamt umhverfismati kynnt hér á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar, áður en tillagan er tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn (bæjarráði).

Að fengnu samþykki bæjarstjórnar (bæjarráðs) fer tillagan í lögbundið kynningaferli og verður þá auglýst á landsvísu og á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar.