• Orkubú Vestfjarða

11. mars 2016

Elías ráðinn orkubússtjóri

Stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. hefur ákveðið að ráða Elías Jónatansson bæjarstjóra í Bolungarvík í starf orkubússtjóra frá 1. júlí n.k. 

Elías lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1983 og M.Sc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Oregon State University árið 1986. 

Elías hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og sérfræðistörfum hjá ýmsum framleiðslufyrirtækjum, s.s. Einari Guðfinnssyni hf., Gná hf. og Sindrabergi hf. en frá árinu 2008 hefur hann verið bæjarstjóri í Bolungarvík.  

Starf orkubússtjóra var auglýst laust til umsóknar í febrúarmánuði. 

Alls bárust 25 umsóknir um starfið og naut stjórn Orkubús Vestfjarða ráðgjafar Hagvangs við mat umsókna.