• Holtabrun11

5. júní 2019

Er þetta þinn staður - þitt heimili?

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir lóðina við Holtabrún 11 lausa til umsóknar.

Lóðin Holtabrún 11 er 690 m2 að flatarmáli, 30x23 metrar. Heimilt er að byggja þar einbýlishús 200-300 m2 sem er kjallari og 1 hæð.

Bolungarvíkurkaupstaður vill benda væntanlegum umsækjendum á að bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 11.12.2018 að veitur yrði 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir tilbúnar lóðir árið 2019 og fellur þessi lóð undir þann afslátt.

Umsækjendum er bent á að sækja um lóðina til umhverfismálaráðs Bolungarvíkur.

Allar nánari upplýsingar veitir Finnbogi Bjarnason á tæknideild Bolungarvíkurkaupstaðar í símum 450-7008 / 8639934 eða á netfangið finnbogi@bolungarvik.is.