Eruð þið ástfangin?
Allir eru velkomnir á setninguna og sérstaklega eru ástfangin pör velkomin en þeim býðst að fá ástarlás til að innsigla ást sína með.
Konukvöld verður í Bjarnabúð í vikunni og verða birtar nánari upplýsingar um það á Facebook-síðu verslunarinnar.
Hristur – ekki hrærður! er bragðarefur í boði Jóns bónda á Víkurskálanum alla vikuna, ekki missa af honum.
Sunnudagur 9. september
- 11:30 Ástar-brunch á Víkurskálanum til 14:00, góðir drykkir með elskulegum afslætti alla vikuna
- 21:00 Opnun ástarvikunnar á Verði með ástarlásum, ástfangin pör fá lás
Mánudagur 10. september
- 14:00 Tíu bestu ástarsögur allra tíma á bókasafninu, opið til 16:00
Þriðjudagur 11. september
- 14:00 Tíu bestu ástarsögur allra tíma á bókasafninu, opið til 16:00
- 20:00 Hreyfing, fyrirlestur um líkamlega og andlega vellíðan í félagsheimilinu
Miðvikudagur 12. september
- 14:00 Tíu bestu ástarsögur allra tíma á bókasafninu, opið til 16:00
- 18:00 Ástarvikuganga í surtarbrandsnámuna í Syðridal, lagt upp frá brúnni yfir Gilsá
- 20:00 Jóga-kynning í íþróttahúsinu, allir velkomnir
Fimmtudagur 13. september
- 14:00 Tíu bestu ástarsögur allra tíma á bókasafninu, opið til 16:00
- 20:00 Konukvöld í Bjarnabúð, opið til 22:00
Föstudagur 14. september
- 19:00 Hlaðborð hlýjunnar í Einarshúsi, Pálínuboð, allir velkomnir
- 20:00 Pottar og stjörnur í Musterinu opið til 22:00
Laugardagur 15. september
- Réttir í Bolungarvík
- 10:00 Samflot í Musterinu til 12:00
- 19:00 Ástarfiskur á Einarshúsi
- 21:00 Lifandi tónlist á Einarhúsi til 23:00
Ástarvikan í Bolungarvík - því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel.