Fréttir
  • Lúpína

Eyðing kerfils og lúpínu

Íbúar eru hvattir til að taka þátt með slátturorfum, göflum, skóflum og með því að rífa plöntur upp. Verkfæri verða til staðar en gott væri ef fólk gæti komið líka með verkfæri með sér. Bensín á sláttuorf verður einnig á staðnum. 

Fyrirhugað er að hreinsa allar plöntur sem eru á svæðum innan hverfa og verður þátttakendum skipt niður í hópa. 

Fyrirhugð er að hittast kl. 16:30 við sundlaugina og í lokin verður boðið upp á grillaðar pylsur. 

Samvinna er samasem og að vinna, hittumst og hreinsum bæjarlandið okkar!