• Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir og Hafþór Gunnarsson

18. mars 2016

Feðgin á bæjarstjórnarfundi

Feðgin sátu síðasta bæjarstjórnarfund í Bolungarvík.

Þetta er að öllum líkindum í fyrsta sinn sem feðgin funda saman í bæjarstjórn Bolungarvíkur en þetta eru þau Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, sem stýrði fundinum, og faðir hennar Hafþór Gunnarsson, en hann kom tímabundið inn fyrir Helgu Svandísi Helgadóttur sem var fjarverandi.

Haft var á orði að gott samkomulag og einhugur hefði verið með þeim feðginum á fundinum.