Fréttir
  • Tópaz

Félagsmiðstöðin Tópaz opnar

Olga Agata Tabaka verður í félagsmiðstöðinni í vetur og heldur utan um starfssemina ásamt Söndru Bergmann líkt og var síðasta vetur. 

Fyrirhugað er að félagsmiðstöðin starfi með viðlíka hætti og hún gerði síðastliðinn vetur og verði opin þrisvar í viku.

Vakin er athygli á því að ferðir á viðburði á svæðinu ráðast af vilja foreldra og forráðamanna og þátttöku í að ferja krakkana á milli staða og í einhverjum tilvikum að standa vaktina meðan á viðburðum stendur. 

Það er á stefnuskránni að fara á Samfestinginn sem er ein aðal hátíð félagsmiðstöðva og stendur yfir dagana 22.-23. mars 2019 í Reykjavík í vetur. Aðgengi að hátíðinni er takmarkað, 15 miðar voru í boði síðasta vetur og er von á sama fjölda miða í vetur. Þá munu þau sem ekki hafa farið ganga fyrir þeim sem hafa farið en einnig mun þátttaka ungmenna í starfssemi félagsmiðstöðvarinnar skipta máli við úthlutun miða. 

Allt starf í Félagsmiðstöðinni Tópaz er vímulaust og skýr afstaða er tekin gegn neyslu allra vímuefna.

Starfsfólk Tópazs skipuleggur starfssemina í samráði við notendur.

Tópaz vinnur í samstarfi við Grunnskóla Bolungarvíkur og er aðili að Samfés sem frjáls félagasamtök félagsmiðstöðva á Íslandi mynda.

Tópaz er til húsa í Grunnskóla Bolungarvíkur.