• Bolungarvík, mynd Helgi Hjálmtýsson

13. mars 2020

Félagsstarf aldraðra fellur niður

Bolungarvíkurkaupstaður lokar félagsstarfi aldraðra frá og með mánudeginum 16. mars 2020 vegna kórónuveirufaraldurs.

Velferðaráð Bolungarvíkurkaupstaðar samþykkti á símafundi þann 13. mars 2020 að loka félagsstarfi aldraðra um óákveðinn tíma. 

Samþykktin var gerð að tillögu félagsmálastjóra og formanns velferðarráðs og í samráði við bæjarstjóra. 

Lokunin er liður í því að vernda viðkvæma hópa fyrir smiti kórónaveirunnar og verður endurskoðuð reglulega eftir því sem faraldurinn þróast. 

Starfsfólk félagslegrar heimaþjónustu mun halda áfram að sinna einstaklingum á heimilum sínum og starfsmaður félagsstarfsins mun vera í tenglum við aldraða í gegnum síma og/eða heimsóknir.