Ferðaþjónustufundur
Fundurinn í Bolungarvík verður föstudaginn 13. mars 2020 kl. 15:00 í Ráðhússal Ráðhúss Bolungarvíkur.
Fjallað verður um tvö stór verkefni sem framundan eru í vestfirskri ferðaþjónustu, þróun nýrrar ferðamannaleiðar, Vestfjarðaleiðin, annars vegar og hins vegar uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Ferðaþjónustuaðilar og ferðaþjónar og aðrir áhugasamir um uppbyggingu ferðaþjónustunnar eru hvattir til að mæta.