Fréttir
  • Rollur

Fjallskilaseðill 2016

Réttað er í lögrétt á Sandi í Syðridal, réttarstjóri þar er Jóhann Hannibalsson, og í Minni-Hlíð, en réttarstjóri þar er Sigurgeir Jóhannsson. Útréttir annast Jóhann Hannibalsson og Sunna Reyr Sigurjónsdóttir. 

Fyrri leitir verða  17. september 2016.
Seinni leitir verða samkvæmt ákvörðun bænda en eigi síðar en tveimur vikum eftir fyrri leitir. 

Syðridalur, Hólsland og Ósland, smalar alls 27 menn.
Leitarstjóri: Jóhann Hannibalsson
4 menn frá Jóhanni Hannibalssyni
8 menn frá Margréti Ólafsdóttur
2 menn frá Jóni Guðna Guðmundssyni
4 menn frá Sunnu Reyr Sigurjónsdóttur
1 maður frá Miðdal
1 maður frá Guðmundi Ragnarssyni
2 menn frá Sigmundi Þorkelssyni
2 menn frá Þóri Bjartmar Harðarsyni
2 menn frá Jóni Inga Högnasyni1 maður frá Hóli 

Skálavík, Hlíðardalur og Tungudalur, smalar alls 28 menn.
Leitarstjóri: Sigurgeir Jóhannsson
8 menn frá Sigurgeiri Jóhannssyni
3 menn frá Sigurjóni Sveinssyni
2 menn frá Elvari Stefánssyni
1 maður frá Finnboga Bernódussyni
1 maður frá Albert Guðmundssyni
3 menn frá Guðrúnu Steingrímsdóttur
5 menn frá Svölu Björk Einarsdóttur
1 maður frá Breiðabóli1 maður frá Kroppsstöðum
1 maður frá Meiri- Bakka
1 maður frá Minni- Bakka
1 maður frá Hrauni 

Stigahlíð, smalar alls 7 menn.
Leitarstjóri: Sigurgeir Jóhannsson
5 menn frá Sigurgeir Jóhannssyni
1 maður frá Hálfdáni Sveinbjörnssyni
1 maður frá Sigurði Hálfdánssyni 

Fjáreigendur hafi samband við sinn leitarstjóra eigi síðar en á fimmtudagskvöld fyrir leitardag og þeir ræði síðan við sína smala varðandi smalatíma og staðsetningar. Leitarstjóri skal leitast við að tryggja að allir smalar viti hvers er af þeim ætlast þannig að smalamennskan gangi sem greiðlegast fyrir sig. 

Slökkt skal vera á öllum rafmagnsgirðingum  á leitardag. Umráðamenn túna og girðinga sjái til þess að þau séu smöluð að morgni smaladags. 

Fjáreigendur athugið, að sleppa ekki fé aftur á fjall fyrr en eftir 3. október. Ætlast er til að þá séu útlönd að fullu smöluð.