Fréttir
  • Rollur

Fjallskilaseðill 2021

Fjáreigendur hafi samband við sinn leitarstjóra eigi síðar en á fimmtudagskvöld fyrir leitardag og þeir ræði síðan við sína smala varðandi smalatíma og staðsetningar. Leitarstjóri skal leitast við að tryggja að allir smalar viti hvers er af þeim ætlast þannig að smalamennskan gangi sem greiðlegast fyrir sig.

Slökkt skal vera á öllum rafmagnsgirðingum á leitardag. Umráðamenn túna og girðinga sjái til þess að þau séu smöluð að morgni smaladags.

Réttað er í Minni-Hlíð, réttarstjóri Sigurgeir Jóhannsson og í lögrétt á Sandi í Syðridal, réttarstjóri þar er Arnþór Jónsson.

Fjáreigendur athugið, að sleppa ekki fé aftur á fjall fyrr en eftir 25. september 2021.

Ætlast er til að þá séu útlönd að fullu smöluð.

Útréttir annast Arnþór Jónsson.

Smalafjölda er útdeilt samkvæmt búfjártölum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og skulu fjáreigendur og lögbýli leggja til smala samkvæmt eftirfarandi:

Syðridalur, Hólsland og Ósland, smalar alls 20 menn, leitarstjóri er Arnþór Jónsson

 

Fjáreigendur/lögbýli  Fjöldi smala 
 Guðmundur Ragnarsson  1
 Jón Guðni Guðmundsson  2
 Jón Ingi Högnason  2
 Margrét Ólafsdóttir  7
 Sigmundur Þorkelsson  2
 Sunna Reyr Sigurjóndóttir  2
 Þórir Bjartmar Harðarsson  4
 Samtals fjöldi  20

 

Skálavík, Stigahlíð, Hlíðardalur og Tungudalur, smalar alls 26 menn, Stigahlíð, leitarstjóri er Sigurgeir Jóhannsson

 

Fjáreigendur/lögbýli  Fjöldi smala
 Albert Guðmundsson  2
 Elvar Stefánsson  2
Finnbogi Bernódusson  2
Hálfdán Sveinbjörnsson 1
Sigurgeir Jóhannsson 10
Sigurjón Sveinsson 3
Svala Björk Einarsdóttir 5
Sigurður Hálfdánsson 1
Samtals fjöldi
26