Fréttir
  • Bolungarvík

Fjárhagsáætlun Bolungarvíkurkaupstaðar 2017

Rekstur sveitarfélagsins

Gert er ráð fyrir að tekjur A- og B-hluta sveitarfélagsins verði rúmur milljarður eða 1.094 m.kr. Þá er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A- og B-hluta verði 13 m.kr. afgangi, en veltufé frá rekstri verði 126 m.kr.

Áætlunin gerir ráð fyrir að skuldahlutfall sveitarfélagsins verið komið í 127% í lok árs 2017, en það var 136% í ársreikningi síðasta árs.

Fjárhagur sveitarfélagsins hefur batnað hægt og rólega undanfarin ár og gerir fjárhagsáætlun ársins 2017 ráð fyrir auknu veltufé frá rekstri og áframhaldandi lækkun á skuldahlutfalli.

Fjárfestingar

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á næsta ári verði 136 m.kr. á næsta ári, en þar af er gert ráð fyrir framkvæmdum við stálþil á Brimbrjót fyrir 66 m.kr. en þar af er hlutur Hafnarbótasjóðs 50 m.kr. Samtals er hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdum ársins 85 m.kr.

Gjaldskrár

Gjaldskrár hækka að öllu jöfnu um 3,5% samkvæmt almennum hækkunum í fjárhagsáætluninni, utan sorpgjalda sem hækka umfram almennar hækkanir, en þau hækka um 10%. Rökin fyrir þeirri hækkun er að umtalsverður halli hefur verið á móttöku og urðun á sorpi í sveitarfélaginu um nokkurra ára skeið og óhjákvæmilegt annað en að bregðast við með hækkun sorpgjalda umfram almennar hækkanir.

Jafnframt hækka fasteignagjöld af skattflokki C úr 1,50% í 1,65%

Almennt

Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að skólagögn til grunnskólabarna verði þeim að kostnaðarlausu á næsta skólaári. Jafnframt er gert ráð fyrir að sett verði fjármagn í frístundarútu milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, til að auðvelda börnum og unglingum að sækja íþrótta- og tómstundastarf milli þessara bæjarfélaga.