Fjárhagsáætlun Bolungarvíkurkaupstaðar 2026
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 er hér lögð fram til síðari umræðu í
bæjarstjórn.
Áætlunin gerir ráð fyrir 135m.kr. afgangi af A og B hluta rekstrar, en 83m.kr. afgangi af A
hluta. Á sama tíma er gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 313m.kr. á árinu, eða
13,3% af heildartekjum.
Það er því gert ráð fyrir umtalsvert betri rekstri á næsta ári m.v. undanfarin ár. Helsta
ástæðan fyrir bættum rekstri eru auknar tekjur, en þær aukast um 253m.kr. á milli
áætlana, á meðan kostnaður eykst um 175m.kr.
Af rekstri einstakra málaflokka, þá eru tekjur hafnarinnar að aukast verulega frá fyrra ári
og gerir útgönguspá ráð fyrir að tekjur hafnarinnar verði um 184m.kr, sem er um 50m.kr.
aukning frá fyrra ári.
Í áætlun fyrir árið 2026 eru tekjur almennt að aukast. Skatttekjur, framlag Jöfnunarsjóðs
og aðrar tekjur hækka umtalsvert frá áætlun ársins 2025 og hækka þær um 253m.kr.
Á gjaldahliðinni er launakostnaður eftir sem áður fyrirferðarmikill í rekstri
sveitarfélagsins og er gert ráð fyrir að laun og launatengd gjöld verði 1.245m.kr. á næsta
ári, sem er hækkun um 83m.kr. Mest munar um hækkun á Fræðslu og uppeldissviði þar
sem laun hækka um 76m.kr. á milli áætlana, en aðrar minna. Áætlun gerir þannig ráð
fyrir að hlutfall launa af tekjum verði 52,9% á næsta ári sem er lækkun um 2,4% milli
áætlana.
Skuldahlutfall sveitarfélagsins hækkaði umtalsvert á árinu 2024, eins og fram kemur í
ársreikningi þessa árs og var 124%. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið lækki á árinu 2025
og haldi svo áfram að lækka á næsta ári samkvæmt áætlun 2026 og verði um 115% í lok
árs.
Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er því sterk og stendur það vel gagnvert þeim
kennitölum sem við miðum okkur allajafna við hversu sinni.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 gefur til kynna að sveitarfélagið hafi þá fjárhagslegu burði
til að standa undir þeim skuldbindingum sem því ber til að veita þá þjónustu sem þarf til
að teljast frjálst og sjálfstætt sveitarfélag.

