Fréttir
  • Skjaldarmerki Bolungarvíkur

Fjármála- og skrifstofustjóri

Starfið er mjög margþætt og krefst því góðrar færni á ýmsum sviðum. Fjármála- og skrifstofustjóri er yfirmaður á bæjarskrifstofu ásamt því að stýra fjármálum sveitarfélagsins. Um er að ræða fullt, 100% framtíðarstarf.

Starfssvið

  • Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum bæjarskrifstofu.
  • Ábyrgð á daglegri umsýslu fjármála og bókhalds.
  • Umsjón með fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningum og kostnaðareftirliti.
  • Ábyrgð á gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana.
  • Fjárhagslegar úttektir og greiningar.
  • Eftirfylgni með framgangi rekstrar- og fjárhagsáætlana.
  • Þátttaka í stefnumótun og nýsköpun á sviði fjármála og fjárreiða.
  • Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.
  • Samskipti við forstöðumenn og íbúa vegna erinda er snúa að fjármálum og annarri þjónustu bæjarfélagins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Framhaldsmenntun er æskileg.

  • Haldgóð reynsla af sambærilegu starfi.

  • Mjög góð þekking á reikningshaldi, uppgjörum og áætlanagerð.
  • Þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur.
  • Góð tölvukunnátta skilyrði.
  • Kunnátta í Navision bókhaldskerfum er kostur.

  • Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti.

  • Leiðtogahæfileikar og drifkraftur í starfi.
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð félagsleg færni.
  • Samviskusemi og nákvæmni í starfi.


Bolungarvík er tæplega 1000 manna bæjarfélag. Þar er góður grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli, íþróttahús og sundlaug. Frábær aðstaða fyrir menningarviðburði, nýtt hjúkrunarheimili, ný félagsmiðstöð fyrir unglinga, íbúðir fyrir aldraða og stutt í alla þjónustu. Á næstu árum standa svo fyrir dyrum ýmsar framkvæmdir í bænum. Talsverður vöxtur hefur verið í atvinnulífinu á undanförnum árum. Miklir möguleikar til atvinnuuppbyggingar í Bolungarvík eru í sjónmáli og stöðugt skapast ný tækifæri til sóknar.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 21.júní n.k.

Umsóknum skal skila rafrænt á jonpall@bolungarvik.is ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi.