Fjöldi og nálægð - stofnanir, söfn og menningarhús sveitarfélaga
Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 100 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 100 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum og mötuneytum. Börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með í fjölda.
Tryggt skal að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.
Hættustig almannavarna vegna COVID-19 er enn í gildi og því mikilvægt að hafa í huga að almennar sóttvarnarráðstafnir eru ennþá í gildi.
Starfsfólk er hvatt til að sinna þrifum vel á sínum starfsstöðvum. Við hvetjum alla að fylgjast vel með leiðbeiningum sem koma frá embætti landlæknis varðandi sóttvarnir, almenna umgengni og þrif, það er:
- Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt.
- Ef notaðir eru hanskar þarf að skipta oft um þá og hreinsa hendur fyrir og eftir hanskanotkun.
- Forðast snertingu við augu, nef og munn.
- Hugið vel að yfirborðsflötum t.d. hurðahúnum, handriðum, lyftuhnöppum, snertiskjám, lyklaborðum, tölvumúsum, greiðsluposum og ljósarofum.
- Ákjósanlegt er að einn starfsmaður noti eina starfsstöð heila vakt og hreinsi helstu snertifleti áður en annar tekur við starfsstöðinni.
- Minna þarf gesti á handhreinsun og tveggja metra regluna með skiltum og merkingum við afgreiðsluborð og sjálfsafgreiðslustöðvar.
- Mikilvægt er að aðgengi að handspritti fyrir starfsmenn og gesti sé gott.
Nánari upplýsingar er að finna á www.covid.is.
Breyttar reglur á íslensku, ensku og pólsku
- Breyttar reglur um takmörkun á samkomum taka gildi 14. ágúst
- Modified rules on restrictions on public gatherings take effect on 14 August
- Zmienione przepisy związane z ograniczeniami dotyczącymi zgromadzeń publicznych wchodzą w życie 14 sierpnia