Fréttir
  • Helga Guðmundsdóttir

Flaggað fyrir heiðursborgara Bolungarvíkur

Helga er elsti íbúi Bolungarvíkur um þessar mundir og er fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé. Veikindi hafa þó ekki gengið framhjá hennar garði því tvívegis fékk hún berkla en sigraðist á þeirri vá. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Helga veiktist af hinum alvarlega COVID sjúkdómi í mars síðastliðinn og komst yfir veikindi sín

Í 46 ára sögu Bolungarvíkurkaupstaður hefur sveitarfélagið aðeins átt einn heiðursborgara en það var útgerðarmaðurinn Einar Guðfinnsson sem hlaut þessa merku nafnbót árið 1974.

Á morgun verður Helga heiðruð af bæjarstjórn með formlegum hætti og eru bæjarbúar hvattir til að draga fána að húni og flagga á morgun til heiðurs Helgu Guðmundsdóttur.