Fréttir
  • Bol_irottmadur24-scaled

Flosi Valgeir er íþróttamaður Bolungarvíkur 2023

Fimm íþróttamenn voru tilnefndir til íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2023. Það voru: 

  • Flosi Valgeir Jakobsson, golf
  • Hugrún Embla Sigmundsdóttir, hestaíþróttir
  • Jóhanna Wiktoría Harðardóttir, körfubolti
  • Guðmundur Páll Einarsson, fótbolti
  • Mattías Breki Birgisson, skíði

Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefnir íþróttamann ársins út frá faglegri niðurstöðu fræðslumála- og æskulýðsráðs. Kosið var um íþróttamann ársins á fundi fræðslumála- og æskulýðsráðs í Bolungarvík þar sem aðal- og varamenn komu saman og greiddu atkvæði. Flest atkvæði fékk Flosi Valgeir Jakobsson og hlýtur hann útnefninguna íþróttamaður Bolungarvíkur árið 2023.

Flosi Valgeir hefur æft golf frá unga aldri. Hann æfði mjög vel á árinu 2023. Flosi Valgeir er húmorískur leikmaður með mikið keppnisskap sem hefur mjög mikinn metnað fyrir hönd Golfklúbbs Bolungarvíkur. Flosi Valgeir er sjávarútvegs mótaraða meistari síðastliðin 2 ár. Hann var í sveit Golfklúbbs Bolungarvíkur sem vann sig upp í aðra deild í sumar og tapaði ekki leik. Flosi Valgeir er flottur fulltrúi Golfklúbbs Bolungarvíkur sem hefur sýnt einstakan metnað fyrir hönd klúbbsins.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2023. Viðurkenningu hlutu:

  • Sund: Rakel Eva Ingólfsdóttir, Stefnía Rún Hjartardóttir, Dýrleif Hanna Guðbjartsdóttir, Sigrún Halla Olgeirsdóttir

  • Körfubolti: Bríet María Ásgrímsdóttir, Jensína Evelyn Rendall, Jóhanna Wiktoria Harðardóttir, Katla Salóme Hagbarðsdóttir, Vagnfríður Elsa Kristbjörnsdóttir, Valgerður Karen Ásgrímsdóttir
  • Badminton: Þorsteinn Goði Einarsson
  • Hestaíþróttir: Vagnfríður Elsa Kristbjörnsdóttir.

Að lokinni athöfn var boðið upp á kaffi og veitingar. Fræðslumála- og æskulýðsráð óskar íþróttafólki kærlega til hamingju með árangurinn.