Flosi Valgeir íþróttamanneskja Bolungarvíkur 2024 og Jóhanna Wiktoria efnilegasta íþróttamanneskja Bolungarvíkur 2024
Flosi Valgeir Jakobsson var útnefndur Íþróttamanneskja Bolungarvíkur 2024 í Ráðhúsi Bolungarvíkur í gær og Jóhanna Wiktoria Harðardóttir var útnefnd efnilegasta Íþróttamanneskja Bolungarvíkur 2024.
Guðlaug Rós Hólmssteinsdóttir, formaður fræðslumála- og æskulýðsráðs, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrána.
Það er bæjarstjórn Bolungarvíkur sem útnefndir íþróttamanneskju ársins og efnilegustu íþróttameskju ársins á grundvelli faglegrar niðurstöðu fræðslumála- og æskulýðsráðs sem hefur veg og vanda að kjörinu.
Viðurkenningar voru veittar og farið yfir árangur íþróttafólks á árinu. Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir kynnti val á íþróttamanneskju Bolungarvíkur 2024 og efnilegustu íþróttamanneskju Bolungarvíkur 2024.
Tilnefndir til íþróttamanneskju Bolungarvíkur 2024 voru:
Flosi Valgeir Jakobsson fyrir golf
Flosi hefur frá upphafi golfferilsins verið að keppa á hæsta stigi
golfíþróttarinar. Hann hefur æft í 16 ár. Flosi náði að tryggja sér rétt til þáttöku í íslandmóti einstaklinga 2024
með góðum árangri í sumar og eru aðeins 100 bestu í landinu með þátttökurétt.
Leggur sig alltaf
100% fram um að skila góðu verki innan sem utan vallar.
Árið 2024:
1. sæti Meistaramót GBO
2. sæti í Höggeik Sjávarútvegsmótaröð Vestfjarða
1. sæti í Höggleik miðvikudagsmótaraðar GBO
Var í aðalhlutverki í sveit GBO í Íslandsmóti golfklúbba
Þar sem sveitin hélt sér í 2 deild og er þetta besti árangur GBO í sögunni.
Ingibjörg Anna Skúladóttir fyrir sund
Ingibjörg Anna er frábær íþróttamaður og mikil fyrirmynd. Hún er
jákvæð og með góða nærveru og er alltaf til í að leiðbeina yngri iðkendum. Hún
er Vestfjarðameistari 2024 í sundi, er framalega á landsvísu í 50 metra
flugsundi og hefur bætti sig töluvert í 100 metra fjórsundi.
Ingibjörg hefur æft sund Frá 6 ára aldri, um 13 ár. Hefur tekið
sín fyrstu skref í að þjálfa og tekur þátt í starfi deildarinnar fyrir utan það
að bara synda, góð og ábyrg fyrirmynd fyrir aðra íþróttamenn. Hefur æft í
fjölda ára og tengist því öðrum iðkendum vel. Er með elstu iðkendum
deildarinnar sem heldur áfram og mætir vel á æfingar sem og á mót.
Ingibjörg Anna er jákvæð, leggur sig fram og vinnur vel að þeim
markmiðum sem hún setur sér . Vestfjarðameistari 2024 Er framarlega, á
landsvísu, í 50 metra flugsundi Miklar bætingar í 100 metra fjórsundi Hefur
keppt á sterkum sundmótum á landinu. Ingibjörg Anna hefur unnið sér keppnisrétt
á Reykjavík International Games (RIG) sem haldið er í janúar.
Gabríel Heiðberg Kristjánsson fyrir knattspyrnu
Gabríel hefur vaxið og dafnað í okkar starfi. Hann er enn ungur en
á framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Hann hefur æft frá unga aldri.
Gabríel var árum áður að ógna marki andstæðingana en fann sér svo nýtt hlutverk
á vellinum. Að verja eigið mark fyrir andstæðingunum. Gabríel er harður í horn
að taka og andstæðingar forðast það að sækja gegn honum.
Gabríel er mikil
félagsvera og sést það í starfi félagsins að hann og hans vinir smita út frá
sér gleði og ánægju með athöfnum utan æfinga. Gabríel hefur sýnt miklar
framfarir undanfarin ár og hefur hann leikið lykilhlutverk í hjarta varnarinnar
sem upphaflega ekki hans leikstaða en hann hefur aðlagast vel. Gabríel hefur
sýnt miklar framfarir og hefur stór skref að því að verða ómissandi í okkar
starfi. Bæði sem leiðtogi innan vallarins ásamt utan hans
Röngvaldur Ingólfsson fyrir hestamennsku
Rögnvaldur stundar og sinnir hestamennsku allan ársins hring,
Samviskusamur ávallt jákvæður og til fyrirmyndar í hestamennskunni á allan
hátt. Áhugi á öllu sem viðkemur hestum, hestamennsku og ástundum.
Rögnvaldur keppti um árabil með góðum árangri og hefur verið
hestaíþróttinni í Bolungavík til sóma. Rögnvaldur er fyrirmyndar er kemur að
hestamennsku, umhirðu hesta og góður félagi í Hestamannafélaginu Gný.
Tilnefnir til efnilegustu íþróttamanneskju ársins voru:
Jóhanna Wiktoria Harðardóttir fyrir körfuknattleik
Jóhanna Wiktoría
Harðardóttir er einn af okkar allra efnilegustu leikmönnum, hefur æft
körfubolta í 10 ár. Hún er búin að vera lykilleikmaður upp alla yngri flokka
kkd. Vestra í sínum aldursflokki.
Jóhanna hefur
alltaf verið einn af leikstjórnendum liðsins og aldrei skorast undan mikilli
ábyrgð sem er lögð á hennar herðar. Hún skilar alltaf góðu framlagi, bæði
varnarlega og sóknarlega.
Liðsfélagar
hennar treysta mikið á hennar framlag. Jóhanna var við æfingar í úrtakshópi U18
liði Íslands í byrjun árs og lok þess síðasta. Jóhanna var þá við æfingar með
stúlkum sem eru ári eldri en hún.
Jóhanna á
raunverulegan séns á að komast langt í úrtakshópi í sínum aldursflokki. Hún er
mikill félagsmaður sem mætir alltaf boðin og búin til að taka þátt í framkvæmd
leikja annarra liða félagsins.
Við erum stolt af því að geta sagt að Jóhanna sé iðkandi
körfuknattleiksdeildar Vestra.
Sigurður Hólmsteinn Olgeirsson fyrir golf
Sigurður mun ná langt í golfíþróttinni með áframhaldandi áhuga og
ástundun og ekki líður að löngu þar til hann verður einn af bestu leikmönnum
klúbbsins. Hefur æft golf í rúmlega 1 ár.
Sigurður sýndi það í sumar að með æfingum og áhuga er hægt að ná
langt í íþróttinni.
Á skömmum tíma hefur Sigurður lækkað umtalsvert í forgjöf og
verður Spennandi að fylgjast með sigurði á næsta ári.
Hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma í íþróttina og þrátt
fyrir ungann aldur er hann að spila á pari við mun reyndari Golfara.
2.sæti í Unglingaflokki Sjávarútvegsmótaröð Vestfjarða
1. Sæti í
Punktakeppni Miðvikudagsmótaröð GBO
Sigurður hefur þann góða eiginleika að vera mjög yfirvegaður þegar
hann spila golf sem passar mjög vel við golfíþróttina.
Viðurkenningar voru veittar fyrir góðan árangur á árinu 2024. Viðurkenningar hlutu:
Sigurborg Sesselía Skúladóttir, sunddeild UMFB
Katrín Lind Rúnarsdóttir, sunddeild UMFB
Julia Magdalena Mazur, sunddeild UMFB
Valgerður Karen Ásgrímsdóttir, körfuknattleiksdeild Vestra
Vagnfríður Elsa Kristbjörnsdóttir, körfuknattleiksdeild Vestra
Þorsteinn Goði Einarsson, Íþróttafélagið Ívar
Sveit GBO:
Flosi Valgeir Jakobsson
Ragnar Már Ríkarðsson
Benedikt Sveinsson
Anton Helgi Guðjónsson
Jón Arnar Sigurðsson
Emil Ragnarsson
Ernir Steinn ArnarssonIngi
Rúnar Birgisson
Sveit GBO 50+:
Runólfur Pétursson, fyrirliði
Unnsteinn Sigurjónsson
Páll Guðmundsson
Wirot Khiansanthia
Jón Þorgeir Einarsson
GuðmundurEinarson
Ingólfur Ívar Hallgrímsson hlaut viðkenningur fyrir sjálfboðaliða árins.
Að lokinni athöfn var boðið upp á kaffi og veitingar.