Fögur er Víkin
Sveitafélagið hvetur bæjarbúa til að líta í kringum sig eftir veturinn, snyrta og laga það sem betur má fara.
Gaman væri ef bæjarbúar gætu tekið fyrir-og-eftir-mynd og sett innlegg á samfélagsmiðla undir myllumerkinu - #fogurervikin - eða bara fallega mynd af bænum nú eða húsinu sínu.
Minnum einnig á Facebook-síðuna Kerfilinn burt úr Bolungarvík.
Tilvalin verkefni
- Tína upp rusl á víðavangi
- Salta gangstéttar
- Taka upp kerfil
Salt er hægt að fá á hafnarvoginni.
Einnig er tilvalið að snyrta í görðum og verður garðaúrgangur tekinn
- mánudaginn 27. apríl og
- þriðjudaginn 28. apríl.
Garðaúrgang og rusl má skilja eftir í böndum eða pokum á gangstéttum og starfsfólk bæjarins mun fjarlægja hann.