• Veidar

5. júní 2019

Förgun veiðarfæraúrgangs útgerða

Tekið verður við veiðarfæraúrgangi frá útgerðum í Bolungarvík til förgunar frá 6. júní til 20. júní 2019.

Óskað er eftir að útgerðir skili veiðarfæraúrgangi í svokallað Skeljungsport sem er hjá porti Áhaldahúss bæjarins.

Förgun veiðarfæraúrgangs á þessum tímabili er útgerðum að kostnaðarlausu.

Veiðarfæraúrgangi skal skilað flokkuðum samkvæmt meðfylgjandi reglum.