Formleg opnun leikskólans
Vegna stöðunnar í farsóttarmálum hefur verið hætt við að kalla bæjarbúa til viðburðarins. Þess í stað mun fara fram lokað hóf þar sem verktaki mun formlega afhenda verkið yfir til Bolungarvíkurkaupstaðar.
Áætlað er að hafa opið hús fyrir bæjarbúa síðar þegar sér fyrir endann á þessum fordæmalausu tímum.