Fréttir
  • Veðurspá fyrir laugardaginn kl. 12:00

Frágangur fasteigna og lausamuna

Umhverfismálaráð Bolungarvíkur hvetur stjórnendur fyrirtækja og íbúa í Bolungarvík að huga vel að fasteignum sínum og búa þær undir komandi haust- og vetrarveður.  

Einnig að ganga vel frá öllum lausamunum á lóðum, festa þá, koma í öruggt skjól eða farga þeim á viðurkenndan hátt í gámastöðinni við áhaldahús bæjarins. 

Þetta á við hluti eins og fiskikör, sorpkassa og tunnur, trampolín, tjaldvagna og annað sem fokhætta gæti stafað af.  

Ráðið vill benda á að eigandi eða umráðamaður húseignar er ábyrgur fyrir öllu því tjóni sem af henni getur stafað vegna foks sem og lausamuna henni tilheyrandi.

Á myndinni má sjá veðurspánna fyrir laugardaginn kl. 12.