Fréttir
  • Trampolín

Frágangur fasteigna og lausamuna

Íbúar og stjórnendur fyrirtækja í Bolungarvík eru beðnir um að huga vel að fasteignum og búa þær undir komandi haust- og vetrarveður.

Einnig þarf að ganga vel frá öllum lausamunum á lóðum, festa þá, koma í öruggt skjól eða farga þeim á viðurkenndan hátt í gámastöðinni við áhaldahús bæjarins.

Þetta á við hluti eins og fiskikör, sorpkassa og tunnur, trampolín, tjaldvagna og annað sem fokhætta gæti stafað af.

Athugið að eigandi eða umráðamaður húseignar er ábyrgur fyrir öllu því tjóni sem af henni getur stafað vegna foks sem og lausamuna henni tilheyrandi.

Meðfylgjandi mynd er gömul en sýnir hvað getur gerst þegar veðrið tekur völdin. Í þetta skipti urðu nálægir bílar eða aðrar eignir ekki fyrir tjóni.