• Íþróttamiðstöðin Árbær

10. janúar 2017

Frístundakort 2017

Á fjárhagsáætun 2017 er gert ráð fyrir að greiða út frístundastyrki til ungmenna fæddra 1997 og síðar.

Frístundakort getur nýst öllum börnum og unglingum sem eiga lögheimili í Bolungarvík.

Styrkur er greiddur út vegna útgjalda sem myndast á almanaksárinu 2017 og þurfa beiðnir um endurgreiðslu að berast á árinu.

Fjárhæð styrks er að hámarki 20.000 kr. fyrir hvern einstakling á almanaksárinu. 

Skila þarf kvittunum á bæjarskrifstofu fyrir greiðslu á þátttökugjöldum vegna þátttöku- eða námskeiðsgjalda í íþróttum eða listum til að fá styrk greiddan.

Umsækjendur kynni sér reglur um frístundakort og noti  umsóknarform.