Frístundaleiðbeinandi óskast
Óskað er eftir hugmyndaríkum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með unglingum. Reynsla af félagsstarfi og/eða starfi með unglingum er æskileg.
Félagsmiðstöðin Tópaz er opin þrjú kvöld í viku en auk þess er tilfallandi viðvera vegna viðburða í starfssemi félagsmiðstöðvarinnar.
Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 31. ágúst 2022.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Bolungarvíkur, merkt „Frístundaleiðbeinandi“ eða á netfangið helgi@bolungarvik.is.
Umsækjandi þarf að leggja fram sakavottorð sem hann aflar sjálfur áður en skrifað er undir ráðningarsamning. Hægt er að sækja sakavottorð á island.is.
Nánari upplýsingar gefur Helgi Hjálmtýsson, markaðs- og kynningarfulltrúi, helgi@bolungarvik.is og í síma 450-7007.