• Pósturinn

12. janúar 2017

Fulltrúi óskast til starfa á Ísafirði

Pósturinn óskar eftir að ráða fulltrúa til starfa á pósthúsið á Ísafirði.

Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem á auðvelt með samskipti. 

Æskilegt er að viðkomandi hafi góða tölvukunnáttu og hafi reynslu af afgreiðslu/þjónustustörfum.

Vinnutími er frá 09:00 - 16:15 og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst

Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur Samúelsdóttir, stöðvarstjóri í síma 456 5103 eða í netfanginu hrafnhildur@postur.is.

Íslandspóstur er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC og hvetur jafnt konur sem karla til sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2017.

Umsóknum skal skilað á umsóknarvef Póstsins: umsokn.postur.is.