Fréttir
  • Foreldrafélagið afhendir leikskólanum hjartastuðtæki

Gjafir til leikskólans

Á föstudaginn afhenti foreldrafélag Leikskólans Glaðheima skólanum tvö hjartastuðtæki sem að fyrirtæki í bænum hjálpuðust að við að kaupa að frumkvæði félagsins. Foreldrafélagið þakkar fyrir stuðninginn og bendir á að samvinna er sama sem og að vinna.

Slysavarnadeild kvenna í Bolungarvík gaf leikskólanum hávaðamæli sem er í líki rafmagnseyra sem skartar grænu þegar allt er með eðlilegu móti og en svo breytist liturinn yfir í gult og jafnvel rautt ef hávaði eykst og ætti að draga úr honum. Gjöf deildarinnar er hluti af verkefni deildarinnar sem snýr að hávaðavörnum en hávaði er vandamál sem leikskólar glíma almennt við. 

Þá gaf Sjálfsbjörg í Bolungarvík Glaðheimum kennsluefnið Lubbi finnur málbein sem er hljóðnám í þrívídd. Kennsluefnið nýtist við málörvun fyrir öll börn en er sérstaklega gott fyrir erlend börn og þau börn sem þurfa að æfa framburð og málskilning. Tveir starfsmenn skólans hafa þegar farið á námskeið í notkun efnisins.

Leikskólinn þakkar allar gjafir og stuðning samfélagsins og óskar gleðilegra jóla.