Fréttir

Gjaldtaka á Bolafjalli

Frá og með 4. júlí verður gjaldtaka fyrir bílastæðin uppi á Bolafjalli.

Tilgangurinn með þessari gjaldtöku er að fá inn fjármagn til að greiða fyrir framkvæmdir á áfangastaðnum Bolafjall. Þetta er í samræmi við stefnumótun sem unnin var fyrir Bolafjall á síðasta ári, sem gerir ráð fyrir að bílastæðagjald verði sett á til að fjármagna þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að þróa áfram áfangastaðinn Bolafjall.

Í sumar verður unnið nýtt bílastæði, en í framhaldinu er gert ráð fyrir að fara í lagfæringar og viðhald á veginum uppá fjall í samstarfið við Landhelgisgæsluna, sem er eigandi vegarins.

Gjaldskrá fyrir bílastæði á Bolafjalli:

  • Mótorhjól                                               500kr
  • Fólksbílar og jeppar                              1000kr
  • Minni rútur (19 manna eða undir)     2000kr
  • Stærri rútur (20 manna og yfir)           Samkvæmt samkomulagi