Fréttir
  • Bolungarvík

Góður fjárhagur og framúrskarandi starfsfólk

Rekstrarniðurstaða er jákvæð um 47,6 m.kr. sem er afar góður árangur og umtalsvert betri en hefur verið í langan tíma. Allar þær kennitölur sem sveitarfélög miða við í sínum rekstri eru betri nú er þær hafa verið í langan tíma og sýna glöggt að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hefur styrkst verulega undanfarin ár.

Skuldahlutfall er 114% og hefur ekki verið lægra frá því byrjað var að nota þann mælikvarða. Skuldir lækkuðu milli ára, hvort sem litið er til heildarskulda sveitarfélagsins eða skulda á íbúa og veltufé frá rekstri hefur ekki verið hærra í áratugi.

Ljóst er að mjög góður árangur hefur náðst í fjármálum sveitarfélagsins og hefur hann gjörbreyst á síðustu tíu árum. Fjárhagslegur styrkur sveitarfélagsins er forsenda þess að hægt sé að halda úti heilbrigðu og eftirsóknarverðu samfélagi til lengri tíma. Þessi árangur er að sjálfsögðu samspil margra þátta, en þar á starfsfólk Bolungarvíkurkaupstaðar að sjálfsögðu stóran þátt. 

Ég er þakklátur að eiga framúrskarandi starfsfólk, hvort sem um er að ræða stjórnendur eða aðra starfsmenn, frammúrskarandi starfsfólk sem hefur með útsjónarsemi og fórnfýsi búið til þá sterku stöðu sem nú liggur fyrir, segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri.