20. júlí 2021

Golfkennari hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur

Föstudaginn 23. júlí til sunnudagsinns 25. júlí mun koma golfkennari frá GSÍ til okkar á Syðridalsvöll. Golfklúbbur Bolungarvíkur vill bjóða öllum sem vilja koma og fá kennslu án endurgjalds.

Klúbburinn vill bjóða öllum sem vilja koma og fá kennslu án endurgjalds.

Tímar sem verða í boði eru alla dagana:

  • Börn og unglingar 10-12
  • Byrjendur: 13-15,
  • Aðrir meðlimir: 15-18.

Einnig villjum við minna á að á laugardaginn 24. júlí mun fara fram Golfmót Jakobs Valgeirs ehf. sem er hluti af sjávarútvegsmótaröð Vestfjarða á Syðridalsvelli í Bolungarvík frá 8:30 til 17:00.