• Bolungarvíkurgöng

5. september 2019

Göngin lokuð fjórar nætur vegna viðhalds

Hætt hefur verið við lokun Bolungarvíkurgangna í kvöld en þess í stað verða göngin lokuð fjórar nætur í næstu viku.

Göngin verða lokuð aðfaranótt þriðjudagsins 10. september frá kl 23:00 til 06:30 og næstu þrjár nætur þar á eftir.

Næturlokanir verða milli 23:00 og 06:30 eftirfarandi nætur:

  • Aðfaranótt þriðjudagsins 10. september
  • Aðfaranótt miðvikudagsins 11. september
  • Aðfaranótt fimmtudags 12. september
  • Aðfaranótt föstudagsins 13. september