• Vatn

5. október 2016

Götulokun og vatn tekið af

Hlíðarstræti verður lokað í dag við Völusteinsstræti vegna vinnu við vatnslögn.

Aðkoma að húsum við Hlíðarstræti og leikskóla verður frá Þjóðólfsvegi á meðan lokun varir. 

Vatn verður tekið af á morgun, fimmtudaginn 6. október, kl. 10 í hluta Hlíðarstrætis, Völusteinsstrætis og Holtastígs. 

Vatnslaust verður fram eftir degi á morgun í húsum við þessar götur.