• www.husbot.is

21. nóvember 2016

Greiðslustofa húsnæðisbóta

Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki af sveitarfélögunum um áramót að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt.

Þjónustuskrifstofan er staðsett á Sauðárkróki og hóf starfssemi 16. nóvember. Áætlað er að opna fyrir umsóknir í dag þann 21. nóvember. 

Sett hefur verið upp vefsíða með upplýsingum og reiknivél fyrir húsnæðisbætur - www.husbot.is.

Lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur öðlast gildi 1. janúar 2017. Jafnframt falla úr gildi lög um húsaleigubætur, nr. 138/1997, með síðari breytingum.