• IMG_2017

20. júní 2019

Grísirnir heita Gná og Glóð

Gná er í hvítum sokkum en Glóð er alveg rauð.

Gengið hefur verið frá nafngift grísanna sem fengnir voru til bæjarlandsins. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að þær heiti Gná og Glóð segir þær vera frábæra sendiherra fyrir sjálfbærni í nútímaheimi.

Þeirra bíður það verkefni í sumar að naga kerfil og draga úr útbreiðslu hans. 

Í haust verður auglýst eftir góðu fósturheimili fyrir grísina.