Grísirnir væntanlegir í kvöld
Hér er boðað til nafnasamkeppni um nöfn á grísina en annar verður gylta en hin göltur þegar þeir eldast en þeir eru núna 10 vikna gamlir.
Niðurstaða í nafnasamkeppninni verður tilkynnt á 17. júní við Félagsheimil Bolungarvíkur.
Verðlaun eru í boði fyrir vinningstillögur.
Bolungarvíkurkaupstaður og Náttúrustofa Vestfjarða hafa unnið saman að tilraunaverkefni sem felst m.a. í því að fá svín til að beita á kerfil og annan ásækinn gróður sem herjar á bæjarlandið í Bolungarvík.