21. apríl 2021

Grundargarði lokað að hluta

Grundargarður, frá gatnamótum Grundarstígs að Sjávarbraut verður lokað tímabundið á meðan endurbætur og tilfærsla á götunni fer fram.

Hluta af Grundargarði verður þannig lokað á meðan framkæmdum stendur. Verkið felur í sér að gatan verður færð að hluta frá nýbyggingu Jakobs Valgeirs ásamt því að skipt verður um lagnir að hluta og nýtt slitlag verður lagt á götuna.

Verktími er áætlaður 6-8 vikur.