Fréttir
  • Throskathj

Grunnskóli Bolungarvíkur auglýsir lausa stöðu þroskaþjálfa

Um er að ræða afleysingu frá janúar til desember 2024.

Grunnskóli Bolungarvíkur auglýsir lausa stöðu þroskaþjálfa. Um er að ræða afleysingu frá janúar til desember 2024.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi

  • Áhugi á starfi með börnum og unglingum

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Góð færni í íslensku máli jafnt í ræðu og riti

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hreint sakavottorð


Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands. Þroskaþjálfi vinnu náið með deildarstjóra stoðþjónustu við gerð áætlana er varðar nemendur og innleiðingu samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna.

Umsóknum skilað til skólastjóra á netfangið halldoras@bolungarvik.is með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingum um meðmælendur. Móttaka umsókna verður staðfest.

Nánari upplýsingar veitir Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri í síma 4567249 og netfangi halldoras@bolungarvik.is.


Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2023.

Í Grunnskóla Bolungarvíkur eru um 135 nemendur og 37 starfsmenn. Starfshættir grunnskólans eru í sífelldri þróun. Skólinn byggir starfsemi sína á faglegu og framsæknu skólastarfi sem tekur ávallt mið af þroska og hæfni nemenda. Í skólanum er fjölmenningarlegt samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra.

Grunnskóli Bolungarvíkur