• Félagsheimili Bolungarvíkur

20. apríl 2020

Hægt að fresta tveim gjalddögum fasteignagjalda

Bæjarráð samþykkti að fresta megi tveimur gjalddögum fasteignagjalda sem koma til greiðslu innan ársins.

Að öðru leyti verður innheimta fasteignagjalda með hefðbundnum hætti. 

Sækja þarf um fyrir hverja fasteign fyrir sig og muna að aðeins er hægt að fá tveimur gjalddögum frestað.

  • Beiðni um breytingu á gjalddögum fasteignagjalda vegna COVID–19

Gjalddagar ársins eru alls tíu, frá febrúar til nóvember. Þegar hafa verið sendir út þrír greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda.

Frestun gjalddaganna er hluti af aðgerðum sveitarfélagsins vegna farsóttarinnar.